þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Hasarhetja
Mig er alltaf að dreyma að ég sé einhverskonar hasarhetja.
Fyrir tveimur nóttum var ég á flótta undan lögreglunni út af því að ég tók gísla á spítala.
Ég var sveiflandi mér milli svala í Flúðaselinu til að sleppa og dulbjó mig sem ungling með snjósleða.
Seinustu nótt var ég að aftengja sprengju í Flórída eða einhverstaðar, ég komst út í tæka tíð en sprengjan sprakk og ég var með áhyggjur af hárinu á mér.
Ég get ekki beðið eftir að vita í hverju ég lendi næst.
Jáhhh...
Systir mín er að spá í að gerast það sem hún kallar Knitting Actavist.
Ég veit ekki hvort ég á að vera með áhyggjur.
Pabbi minn ætlar að bjarga skipulagsþróun Reykjavíkur ásamt Rússanum Alexander með snilldaráætlun þeirra.
O'Halloranarnir (hehe ranarnir!) eru alveg að fara að koma! Semí alveg að fara að koma allavegana...
Bróðir minn ætlar að lana á Sæludögum í skólanum.
Smá fjölskyldufréttir.
Gaman.
Ég ætla hinsvegar að horfa á sjónvarpið á Sæludögum.
The In-Laws, Kommisar Rex og Toy Story 1 og 2.
Eintóm sæla.
Ég ætla samt ekki á árshátíðina af því að ég er fátækur partípúber.
Og svo er hún líka á Selfossi.
Skólaskemmtanir heilla mig ekki lengur.
Hvað þá skólaskemmtanir á vegum FB.
Hinsvegar hitti ég gaur í sjoppunni góðu sem sagði mér að hann væri að vinna við gæslu á skólaböllum og að fólkið sem ynni þar hirði alltaf allt áfengið sem þau gera upptækt, sem er víst ógeðslega mikið.
Nýr frami fyrir Tinnu!
Svo sagðist hann ætla að gefa mér bjór ef ég gæti giskað hvað hann væri gamall (gaurinn, ekki bjórinn).
Ég fór heim úr vinnunni með 1stk. bjór í dós.
Ó já.
tisa at 23:49
1 comments